Bannlistinn 2025
Árlega gefur Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunin (WADA) út lista sinn yfir efni og aðferðir sem bönnuð eru. Smellt er á myndina hér til hægri til þess að sjá bannlistann 2025 sem er í gildi frá 1. janúar. Auk þess gefur WADA út sérstakan eftirlitslista yfir efni sem ekki eru bönnuð en fylgst er sérstaklega með notkun á. Þann lista má sjá hér. Breytingar á bannlistanum milli 2024 og 2025 má finna með að smella hér.
Ath: Tramadol bættist við bannlistann 1. janúar 2024 og er nú bannað eingöngu í keppni. Ef íþróttamaður tekur inn tramadol innan við 24 klst. fyrir keppnisdag eða á keppnisdegi, þá hafið samband við Lyfjaeftirlitið vegna undanþágu. Smellið hér fyrir nánari leiðbeiningar.
Hægt er að fletta upp efnum til að athuga hvort þau séu á bannlista WADA inni á heimasíðu Global Drug Reference Online: GLOBALDRO.COM
Ath. Slegið er inn heiti efnisins eða í sumum tilfellum lyfsins, á því tungumáli sem valið er.
Dæmi: Leitað er eftir efninu metýlfenídat, en notast þarf við enska heitið; methylphenidate.
Lyfjareglur Lyfjaeftirlits Íslands 2021-2027
Fyrstu Lög ÍSÍ um lyfjamál voru samþykkt á Íþróttaþingi þann 18. apríl 2009 og ný og uppfærð lög gefin út reglulega samkvæmt alþjóðasamþykktum.
1. janúar 2021 tóku Lyfjareglur Lyfjaeftirlits Íslands við af lögunum sem gildandi lyfjareglur á Íslandi. Reglurnar uppfylla öll skilyrði sem Alþjóðalyfjaeftirlitið gerir um slíkar reglur. Þau útskýra réttindi og skyldur hagsmunaaðila gagnvart lyfjaeftirlitsmálaflokknum. Sérsamböndum ÍSÍ ber að fylgja reglunum og fella þær inn í sín lög og reglugerðir. Lyfjareglurnar eru uppfærðar á sex ára fresti og næstu reglur munu því taka gildi 1. janúar 2027. Reglurnar gilda um alla iðkendur innan ÍSÍ. Lyfjareglur Lyfjaeftirlits Íslands eru byggðar á Alþjóðalyfjareglunum en Alþjóðalyfjareglurnar eru æðri Lyfjareglum Lyfjaeftirlits Íslands ef upp kemur ágreiningur.
Alþjóðalyfjareglurnar 2021-2027
Tilgangur Alþjóðalyfjareglnanna er að vernda grundvallarrétt íþróttamanna til að taka þátt í lyfjalausum íþróttum og stuðla þannig að heilbrigði, sanngirni og jafnrétti fyrir íþróttamenn um allan heim. Auk þess að tryggja samræmdar, samstilltar og skilvirkar áætlanir gegn lyfjanotkun á alþjóðavísu og landsvísu hvað varðar greiningu, hömlur og forvarnir.
Ath: Lyfjareglur Lyfjaeftirlits Íslands endurspegla Alþjóðalyfjareglurnar. Ef misræmi er milli reglnanna þá gilda Alþjóðalyfjareglurnar framar.
